Eru fréttamenn tregir?

Mikið er ég orðin hundleið á fréttamönnum sem virðast ekki skilja mælt mál og tyggja sömu spurninguna aftur og aftur þó að það sé löngu búið að svara þeim.  Mér finnst þetta ekkert flott fréttamennska, bara þreytandi. 

Í þessari frétt virðist fréttamaðurinn ekki ætla að hætta fyrr en hann fær Jón Gnarr til að segja að hann skammist sín svakalega mikið fyrir það sem hann sagði  þó svo að Jón segi strax að hann skammist sín bara ekki neitt.  

Ég spyr nú líka, hvers vegna hann ætti að skammast sín.  Hann var jú að grínast en hinn annað hvort skildi það ekki eða vildi frekar að hann hefði sagt þetta í fullri alvöru af því að það var meira krassandi frétt.  

 

 


mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er alvaralegt sem hann lét út úr sér og gæti haft keðjuverkun vegna þess að hann er átrúnaðargoð hjá yngri kynslóðinni sem vill verða eins og hann, og ef hann er að segja okkur Reykvíkingum að þetta geti gerst hvar og hvenær sem er vegna þess að hann sé með túrette og annað þá á hann ekkert heima í Borgarstjórastöðu segi ég. Ég man ekki eftir því að það hafi komið fram fyrir kosningarnar að hann væri með þessa áráttusjúkdóma...

Við skulum athuga það að með þessari ákvörðun sinni sem Borgarstjóri að gefa öllum börnum á Reykjavíkursvæðinu frítt í sund þá varð hann GOÐ í augum þeirra barna, og á sama tíma þá er búin að vera mikil og ströng vinna að baki hinna ýmsu aðila t.d. innan Heilbrigðis-geirans og Lögreglunar Heimila og Skóla og þar á meðal borgarstjórnar líka að vinna að hinum ýmsu leiðum til að hefta aðgang klámvæðingarinnar sem hefur rutt sér sinn heim innan netheimsins og verið auðvelt að komast í... 

Með fullri virðingu fyrir honum Jóni, og þó að þetta séu þær síður sem hann skoðar mest þá á ekkert að vera að því í sjálfu sér, en hann sem Borgarstjóri þá á hann að hafa vit á því að vita að fyrirmynd er hann. Hann sem Borgarstjóri á líka að vera inn í öllum þeim málum sem unnið er að innan Borgarstjórnar... Hann er búin að vera í það marga mánuði sem Borgarstjóri... Reyndar varð hann svo þreyttur að sumarfrí fór hann í strax á öðrum frekar en fyrsta vinnu mánuði sem Borgarstjóri. Varðandi þessi veikindi sem hann er með þá er hann samt það meðvitaður að vandræðis vittleysur segist hann eiga til að gera... Hann er einnig að segja að í raun þá verði hann sjálfur ekki alltaf ábyrgur gjörða sinna og hvað gæti það þýtt fyrir okkur Reykvíkinga spyr ég... Meira klúður jú og það get ég sagt þér að það er ekki það sem Reykvíkingar né Íslendingar þurfum núna á að halda... Það er komið nóg af fólki við stjórn sem afsakar gjörðir sínar á bak við hitt og þetta með fullri virðingu fyrir því... til að geta fengið að halda áfram sama farvegi og það er í... Mér fannst fréttamaðurinn meira þurfa að hafa fyrir því að fá svar við spurningum sínum í kjölfari á fyrstu hummm... En þetta er það sem mér finnst Svava.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.9.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hann er jókari

Sigurður Haraldsson, 10.9.2010 kl. 00:46

3 identicon

Vá! Er enn verið að væla um þetta mál?  Hann er margbúinn að segja að þetta hafi verið grín og hefur beðist afsökunnar.  Er hægt að hætta að ræða þetta núna?

Skúli (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 00:59

4 identicon

Hann er borgarstjóri höfuðborgar líðveldisins Íslands og ætti því að bera þá viðingu fyrir okkur borgarbúum haga sér sem slíkur en ekki eins og fífl, trúður eða hvað annað hann vill meina að hann sé.  Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 09:45

5 identicon

Þið kusuð þetta yfir ykkur og þið verðið bara að lifa með því.

Sammála Skúla að þetta mál er svo ótrúlega lítið og fjölmiðlar og aðrir eru að gera úlfvalda úr mýflugu.

Þetta er einn af fyndnari mönnum landsins og að hann skuli ekki geta sagt brandara við fjölmiðla, án þess að það sé blásið upp og tekið úr samhengi, er skandall.

Hættiði að reyna að finna gallana í fari þessa manns og horfiði á hvað hann er búinn að gera. Hann er búinn að setja íslenska pólitík á algjört hvolf með grínframboði sínu og að hafa tekist það er árangur sem hefur sjaldan sést í heiminum. Hann náði heimsathygli með baráttu sinni og fékk pólitíkusa til þess að vakna aðeins og líta í spegil. Ég segi bara eins og internet goðið Chris Crocker "LEAVE JÓN GNARR ALONE!".

og Ingibjörg plís...að tourette muni koma til með að aftra honum í starfi er algjölega út í hött. Hann hefur verið leikari í áratugi og það hafa verið tekið við hann ótal viðtöl og aldrei hefur maður orðið var við þetta fyrr en einmitt núna þegar hann nefnir það sjálfur. Hann kemur þó til dyra eins og hann er klæddur.

Atli (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband