Af kanadískum konum og öðrum skepnum

Það er svosem ekki margt að frétta úr sveit sem skekin er af stormi og er við það að drukkna í rigningum.  Reyndar eins og restin af landinu þessa dagana. það er best að láta vera að taka sér einkaleyfi á roki og rigningu.  Ég var hrikalega hress í gær þrátt fyrir veðrið og brokkaði hér fram veg og heim aftur, þ.e. ég fauk heim aftur. En í dag var hressileikinn einhversstaðar í fríi og ég fór vart út fyrir hússins dyr þrátt fyrir þrábeiðni fjórfættra vina minna lengi dags. 

Dóttir mín var samt ekki að láta veðrið aftra sér og kanandískri vinkonu sinni, heldur tóku þær gullna hringinn með stæl og mættu svo hér í kakó og pönnsur að því loknu. Það kalla ég bara vel af sér vikið.

Að fara gullna hringinn í roki og rigningu meina ég en ekki að koma í pönnsur, ég baka góðar pönnsur þannig að það er lítið mál að mæta í þær!

Sú kanandíska var víst bara nokkuð ánægð, fékk að fara hérna út í fjós og heilsa upp á nautin og rollurnar. Hvað þarf maður annað að sjá í Íslandsferð? Gullfoss, Geysir, Þingvellir, nokkrar rollur og örfáir tuddar!

Annars hef ég verið að láta mér leiðast svolítið í dag, þangað til ég fór að leggja grunn að listmálaraferli mínum núna seinni partinn.  Það bjargaði deginum.

Bless í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband