Kvenfélög eru þarfaþing

Þegar ég var ung stúlka að alast upp í sveit þá man ég eftir því að mamma var í kvenfélagi. Hún var líka í slysavarnafélagi og þessi tvö félög voru kannski með því allra kellingalegasta sem ég gat hugsað mér á mínum yngri árum.  Enda flutti ég úr sveitinni og hafði ýmsum öðrum hnöppum að hneppa en að huga að því að gerast félagi í svoleiðis félögum.

Svo liðu árin og ég flutti aftur í sveit þar sem ég þekkti engan.  Þá var það kvenfélagið sem kom til bjargar.  Ég gekk í það og voila!... ég kynntist helling af skemmtilegum, "ungum" og hressum konum sem ég hef átt frábært samstarf með og skemmt mér ekki síður með. Enda eru meðlimir í mínu kvenfélagi á öllum aldri.

Ég veit ekki alveg hvort mér finnst ennþá kellingalegt að vera í kvenfélagi. Ég veit hinsvegar að það skiptir mig nákvæmlega engu máli þar sem ég er hamingjusamlega orðin kelling sjálf og þarf því ekki að hafa áhyggjur af því orðspori.  Það sem kannski kom mér svo skemmtilega á óvart við að verða kelling (veit ekki alveg hvenær ég varð það..) er að mér finnst það frábært og svo dásamlega eitthvað frjálslegt.

Kvenfélög eru málið!

bless í bili:-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband