Mínar fögru framtíðarhorfur!

Ég lifi gríðarlega spennandi lífi! Ég vakna á morgnana, fer út að labba, tek til í kofanum og sinni síðan tilfallandi hlutum og já... Það er eiginlega málið.  Það kemur fyrir að ég fari af bæ en samt helst ekki ótilneyddGetLost Mig grunar sterklega að innan fárra ára verði ég orðin töluvert skrýtnari en ég er í dag. Hugsanlega farin að klæða mig einkennilega, opna kannski ekki dyrnar ef gesti ber að garði, siga jafnvel hundunum á þá. Geymi matinn kannski í súr og salti og finnst allt sem ekki er íslenskt vera fáránlegt. Ligg svo bara annars uppi í rúmi og les Njálu.  Er þetta annars ekki pottþétt lýsing á skrýtinni manneskju? 

Allt þetta mun ég gera frekar en að taka afstöðu opinberlega til þjóðmála, þar sem mér finnast þau ótrúlega helvíti hundleiðinleg og ég hef ekki nokkra einustu tilfinningu fyrir því að ég hafi  nokkur einustu áhrif á hvernig mál þróast á þeim vettvangi. Mér verður yfirleitt  bara flökurt ef ég hlusta á fréttir.  Finnst þær vera mannskemmandi niðurrifsvæll sem ætti að banna.

Að þessu sögðu þá er ég viss um að þið eruð sammála mér um að ég stefni í þá átt sem ég lýsti hér á undan.Wink

Bless í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband