Talandi um Eurovision

Öðru vísi mér áður brá.  Þá mátti ég ekki sjá af skjánum þegar hin yndislega keppni Eurovision var sýnd í sjónvarpinu.  Þetta var strax og við vorum farin að geta fylgst með keppninni hérna sem ég hef ekki grænan grun um hvenær var.  Og ef ég man rétt þá jókst áhuginn frekar en hitt þegar við fórum að taka þátt íkeppninni og ekki var verra að hafa þá löggilta ástæðu til að hella ögn uppá sig í leiðinni ef maður var í stuði til þess.

Síðan hefur ýmislegt gerst. Svosem eins og að löndum hefur fjölgað mjög mikið í keppninni, ég hef elst um ein tvö ár eða svo og ég drekk þar að auki ekki eins görótta drykki og ég var vön á þessum tíma sem ég nefndi. Allavega þá er ég eitthvað ekki eins spennt yfir þessu og áður var.

Mér finnst lögin oft annsi keimlík svona til að byrja með a.m.k. og finnst lætin í kringum þetta svolítið yfirdrifin.  Sem þau eru að sjálfsögðu til að mjólka þetta efni sem hvort eð er er verið að leggja peninga í. Mig grunar sterklega að þessi tvö ár sem ég hafi bætt við mig séu samt aðalástæðan. Ég er orðin annsi kellingarleg á margan hátt.  Stend mig að því að tuða rétt eins og að ég heyrði mömmu tuða á sínum tíma.  

Það fyndnasta í þessu er samt að þó svo að ég sé ekki sérstaklega spennt fyrir þessu þá horfi ég oftast nær samt.  Ég gæti annars verið að missa af einhverju.Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband