Ætt út í stormana

Ég hef það fyrir sið að fara í göngutúr, helst á hverjum degi.  Hundarnir eru ekki hressir með mig nema að ég standi þessa plikt.  Ég er reyndar líka töluvert hressari ef að ég fer út og labba.  Það er misjafnt hvað ég geng langt en fer helst ekki styttra en tvo kílómetra.

Í dag dreif ég mig út eftir mikið hvatningarvoff frá hundunum og barðist á móti storminum með göngustafina mína með mér.  Þeir urðu svosem til lítils gagns, voru aðallega í því að fjúka. Samt hafði ég það af að fara fram á mel en þangað er einn kílómeter.  Þar sneri ég heim og bókstaflega fauk heim þar sem að það hafði heldur betur bætt í rokið á leiðinni.

Rosalega var ég stolt kona þegar heim var komið!  Einhverntíman hefði ég bara sagt að þetta væri ekki hægt og verið bara heima. Hundarnir fuku þetta algjörlega alsælir með mér.  Það er alveg ónýtur dagur hjá þeim ef ég fer ekki með þá í göngutúr hvort sem það er stormur eða ekki stormurWink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband