Þarf alltaf allt að fara til Reykjavíkur?

Vont þætti mér að horfa upp á Háskólann á Bifröst leggja upp laupana.  Þar er nú kannski fyrst og fremst um að ræða tilfinningasemi manneskju sem hvort tvegga hefur verið þar í gamla Samvinnuskólanum og síðan í Samvinnuháskólanum sem síðar tók við.  Samt er þetta ekki bara tilfinningasemi.  Það er svo allt allt annað að stunda nám í umhverfi eins og því sem er á Bifröst að flóra  íslenskra skóla væri mun fátæklegri ef Bifröst leggst af. Mér finnst líka algjörlega farið öfugt í hvað eigi að halda eftir á Bifröst og hvað eigi að færa til Reykjavíkur.  Mér hugnast mun betur að reyna að sameina skólann á einhvern hátt öðrum skólum í heimahéraði og halda þessu eistaka samfélagi sem þarna er á lífi áfram.
mbl.is Hugnast betur sameining innan Borgarfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband